Hygge, norræn kvikmyndahátíð

Hygge er Norræn kvikmyndahátíð í Háskólabíói. Átta frábærar og glænýjar kvikmyndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð verða sýndar í Háskólabíói frá 4. - 18. maí.

Smelltu á kvikmynd hér að neðan til að horfa á stiklu og kaupa miða, eða keyptu skiptakort á afslætti í miðasölu Háskóla- eða Smárabíós.

Kvikmyndirnar

Kvikmyndirnar

Kossinn (dk)

Myndin Kysset, leikstýrð af Billie August, fylgir Antoni sem hefur það helsta markmið að klára þjálfun sína í riddaraliðinu. Á meðan á þjálfuninni stendur skipar hann sveitinni sinni að hjálpa auðmanni úr klípu og hittir í kjölfarið Edith dóttur hans sem lenti í slysi.

Sisu

Hasarmyndin Sisu, leikstýrð af Jarmari Helander, fjallar um fyrrum hermann sem uppgötvar gull í óbyggðum Laplands en þegar hann reynir að taka fenginn inn í borgina ráðast á hann Nasistahermenn undir forrystu grimms SS liðsforingja.

Metrar á sekúndu

Meter i sekundet, leikstýrð af Hella Joof fjallar um Marie þegar líf hennar umturnast þegar ástin í lífi hennar, Rasmus, fær vinnu sem kennari í skóla í afskekkta bænum Velling. Á meðan Rasmus smellur inn í nýju menninguna, verður Marie fyrir menningaráfalli. Með tímanum lærir Marie að hlusta meira og tala minna og áttar sig á því að mögulega þarf hún jafn mikið á Velling að halda og Velling á henni – auk sérkennilega ráðleggingardálk hennar í dagblaði bæjarins.  

Stelpuferð

Gamanmyndin Jentetur, leikstýrð af Katarina Launing fjallar um Lindu, en líf hennar verður flókið eftir slæman skilnað. Fyrrverandi maðurinn hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir tíu ára dóttir þeirra heldur en Linda sjálf. Þegar þær fara saman í skíðaferð ásamt sameiginlegri vinkonu fer allt á hliðina og óvæntir hlutir gerast.

Seinni hlutinn

Andra akten, leikstýrð af Marten Klingberg, fylgir Evu sem finnst hún hafa lítinn tíma á höndum sér þegar hún er við það að fara á eftirlaun. En þegar hún myndar vinsamband við stórleikarann Harold Skoog, áttar hún sig á því að lífið er ekki að verða búið, heldur er það einungis rétt að byrja.

Feður og mæður

Fædre og modre er stórskemmtileg gamanmynd leikstýrð af Paprika Steen og fjallar um hjón sem þurfa að finna leið sína í gegnum stigveldi, samkeppni og duldar áætlanir í nýja skóla dóttur sinnar. Þegar þau fara með í í vinsæla útileguferð skólans reynir sérstaklega á þegar þau gera allt sem þau geta til að vera samþykkt af hinum foreldrunum.

Undirheimar 2

Underverden 2, leikstýrð af Fenard Ahmad, fjallar um Zaid sem gekk í stríð við undirheima Kaupmannahafnar til þess að hefna látins bróður síns fyrir sjö árum. Auðkenni hans sem virtur hjartalæknir og lífið hans sem fjölskyldufaðir er fjarlægur draumur og í fangelsinu finnur Zaid til söknuðar til sonar síns Noah sem hann þekkir varla. Þegar leyniþjónustan leitar til Zaid og býður honum samning þar sem hann verður látinn laus gegn því að hann uppljóstri glæpagengi Kaupmannahafnar, sér hann tækifæri til þess að endurheimta fjölskyldulífið sem hann skildi eftir sig.   

Óvæntar aðstæður

Yndislega gamandrama Lykkelige omstændigheter er leikstýrð af Anders W. Berthelsen. Þegar Karoline verður óvart ólétt kemur Katrine systir hennar með áætlun sem gæti leyst vandamál þeirra beggja: Katrine ætlar að borga upp skuldir systur sinnar og rúmlega það í skiptum fyrir tilvonandi barn hennar. En ekkert fer eftir áætlun.

Miðar og skiptikort

Hægt er að kaupa stakan miða á hverja mynd á 1.990kr en við bjóðum einnig upp á skiptakort á afslætti! Þriggja skipta kort og hátíðarpassi á allar myndirnar átta fást í miðasölu Háskóla- og Smárabíós. Hægt er að nota kortið til að tryggja miða á netinu.

Stakur miði: 1.990kr
3 skipta kort: 5.100kr
8 skipta kort: 12.000kr

Viðburðir