Skemmtisvæði

image

VR Flóttaleikir

Smárabíó býður uppá Escape í sýndarveruleika í samvinnu við Ubisoft. Flóttaleikirnir frá Ubisoft eru svo miklu meira en tölvuleikir. Þeir eru í raun stórbrotin ævintýri sem þau upplifa í fullkomnum sýndarveruleika. Upplifunin er eins og að vera staddur í öðrum heimi þar sem þú ert hetjan og þarft að fara í gegnum aðstæður sem væru alltof hættulegar eða hreinlega ómögulegar í okkar raunverulega lífi.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

1 leikur

3.990 kr. á mann

image

Virtualmaxx

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx VR upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Allt að fjórir geta keppt saman í Virtualmaxx sem er einstök upplifun. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

1 leikur

1.390 kr. á mann

image

Leikjameistarinn

Leikjameistarinn er stærsti og flottasti pakkinn sem Smárabíó býður upp á þar sem keppt er í öllum skemmtilegustu tækjunum eins og Speed of Light, Lasertag, VR, Beerball, Fruit Ninja, þythokkí, körfubolta og margt fleira.

Hópnum er skipt í lið og kýs hvert lið liðsstjóra. Starfsmenn Smárabíós sjá um að skrá stigin niður og krýna svo sigurvegara. Leikjameistarinn er æsispennandi keppni þar sem reynir á leiðtogahæfileika liðsstjóra, velja þarf bestu liðsmenn til að keppa í hverri þraut fyrir sig og svo skiptir hvatning liðsfélaga öllu máli til að komast á toppinn.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

Leikjameistari 1.0
2.790 kr. á mann

Leikjameistari 2.0
3.290 kr. á mann
Innifalið 1 drykkur á barnum (bjór eða léttvín)

image

Rafíþróttasvæði

Smárabíó hefur sett upp fullkomna aðstöðu til að stunda rafíþróttir og spila tölvuleiki!

Á rafíþróttasvæði Smárabíós setjum við upp keppnir í ýmsum tölvuleikjum s.s. FIFA, Fortnite og fleiri góðum. Mótin eru skipulögð af starfsfólki Smárabíós og er tími móta breytilegur eftir fjölda gesta.

Hægt er að leigja tíma, eða panta svæðið fyrir hópa og afmæli.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

30 mínútur

690 kr.

1 klukkutími

1.190 kr.

2 klukkutímar

1.990 kr.

image

Leiktækjasalur

Í Smárabíói er glæsilegur leiktækjasalur þar sem allir geta haft gaman og hentar frábærlega fyrir afmæli fyrir alla aldurshópa! Spilasalurinn inniheldur fjölmörg skemmtileg tæki þar sem krakkarnir geta leikið sér í klukkustund áður en borðað er. Þetta er frábært eitt og sér en einnig góð hugmynd að bæta við viðbótum, svo sem lasertag, VR eða karaoke!

Tímakort fást í möttöku Smárabíós.

Athugið að kortið gildir einnig í eina ferð í Virtual Rabbids (innan tímamarka kortsins).

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

30 mínútur

995 kr.

1 klukkutími

1.575 kr.

image

Karaoke

Sláðu í gegn og bjóðið vina-/vinkonuhópnum í karaoke!

Karaokeherbergið í Smárabíói er útbúið fullkomnum græjum og eitt glæsilegasta sinnar tegundar á landinu. Borgað er fyrir klukkutíma eða tvo og veitingar eru greiddar eftir fjölda gesta. Í karaokegræjunni eru meira en 39.000 lög sem gestir geta spreytt sig á.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

1 klukkutími

7.990 kr.

2 klukkutímar

13.990 kr.

image

Mantiz - Real life Battle Royal

Mantiz sameinar spilunina úr Battle Royal tölvuleikjum við lasertag. Mantiz er spilað utandyra og tengist appi í símum notenda. Þar sjá leikmenn yfirlitskort af landsvæðinu, staðsetja þar hring sem leikmenn verða að vera innan í líkt og í Fortnite og slíkum Battle Royale leikjum.

Hver leikmaður fær Mantiz byssu sem er búin “red dot” kíki og drífa byssurnar allt að 300 metra. Allt að 12 geta spilað í einu og gert það sem einstaklingar eða lið. Farðu með vinahópinn, skólafélagana eða fyrirtækið útúr húsi og spilið Battle Royale eins og gert er í Fortnite og slíkum leikjum.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

2 klukkustundir
2.490 kr. á mann

image

LaserPlay

Litríkt og einfalt lasertag kerfi sem hentar hvar sem er. Leikmenn fá í hendurnar byssur og geta vaðið í bardaga hvar sem er, t.d. inní fyrirtækjum, skólastofum, vöruhúsum, heimilum, görðum og í raun allsstaðar þar sem fólk vill spila vandað lasertag. Byssurnar eru léttar (700 gr.), einfaldar í notkun og henta öllum aldurshópum. Allt að 16 geta spilað í einu, bæði sem einstaklingar eða lið...

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

2 klukkustundir

1.990 kr. á mann

Búðu til þitt eigið afmæli

Það er góð skemmtun að halda upp á afmæli í Smárabíói. Bjóddu vinum þínum eða farðu með alla fjölskylduna í hópferð í bíó/ lasertag / leikjasal eða kareoke í tilefni af afmælinu, áfanganum eða bara upp á gamanið!
Við bjóðum upp á frábær hópatilboð fyrir allan hópinn.

Veldu þitt afmæli