Um smárabíó

Eina kvikmyndahús landsins með Laser í öllum sölum og Dolby Atmos

Okkar markmið er skýrt: að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum og bestu skemmtunina. Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt laser myndgæðum frá Barco í öllum sölum. Smárabíó MAX – stærsti salur bíósins skartar Dolby Atmos hljóðkerfi, sem er eitt það besta í boði í heiminum í dag.

Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Skemmtisvæði Smárabíós býður upp á hágæða afþreyingu þar sem hægt er að fara í lasertag, leiktækjasal og karaoke. Lasertag í Smárabíó er eitt það nýjasta sinnar tegundar og salurinn er á tveimur hæðum svo hann hentar jafnt ungum sem öldnum. Byssurnar okkar gefa frá sér ljós, hægt er að hitta 5 staði á andstæðingnum til að fá stig!

Smárabíó er stöðugt að vinna að því að gera bíóið betra og að gera alla sýna starfsemi umhverfisvæna t.d. erum við papparör, pappa Nashos pakka, flokkum allt rusl og fl.

7. desember 2022, Kópavogur
SMÁRABÍÓ EHF. EIGNAST 100% HLUT Í FÓTBOLTALANDI
  
Smárabíó ehf. hefur keypt hlut Jóns Þórs Eyþórssonar í Fótboltalandi ehf. og er eftir kaupin 100% eigandi skemmtigarðarins.  Fótboltaland, sem opnar í Smáralind í byrjun árs 2023, er nýr knattspyrnutengdur skemmtigarður,fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. 

Í Fótboltalandi verður hægt að sækja afþreyingu fyrir börn og fullorðna þar sem þessi vinsælasta íþrótt heims er í forgrunni og uppfyllir ekki aðeins þarfir knattspyrnuáhugafólks heldur mætir jafnframt vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðri afþreyingu.  

Verið er að leggja lokahönd á ríflega 1.000 fermetra stórt svæði í Smáralind þar sem hægt verður að velja úr hátt í 20 mismunandi þrautabrautum og er notast við helstu tækninýjungar sem m.a. er notuð áæfingasvæðum stærstu knattspyrnufélaga heims.  

Hafa samband

Lúxussalur

Í Smárabíói er heimsklassa lúxussalur fyrir allra kröfuhörðustu gestina og hann á sér enga hliðstæðu hérlendis.

Fyrsta flokks hægindastólar fyrir 66 manns og sýningartjald af fullkomnustu gerð tryggja hámarks upplifun og þægindi. Lúxusalurinn býður einnig upp á hágæða Laser 4k myndgæði frá Barco.

Smárabíó max

Smárabíó MAX er nýjasti salurinn okkar. Hann er einn sá fullkomnasti á landinu og þótt víðar væri leitað, því einungis fáein kvikmyndahús í heiminum bjóða upp á bæði Flagship 4K Laser myndgæði og Dolby Atmos hljómgæði. Salurinn var sérstaklega innréttaður til að auka þægindi og fótapláss og með þessari nýju mynd- og hljóðtækni er upplifunin í Smárabíó MAX óviðjafnanleg. Í Smárabíó MAX sérð þú bíómyndirnar við bestu aðstæður og nýtur lífsins í góðum félagsskap með Coca Cola, því engin bíóupplifun er algerlega fullkomin án þess að popp og kók komi við sögu.

Hjólastólastæði má finna í salnum líkt og í öðrum sölum Smárabíós.

Ráðstefnur

Smárabíó er vel tækjum búið og hentar vel til funda og ráðstefnuhalds. Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum og er fullkomin stafræn tækni í þeim öllum. Mögulegt er að leigja alla sali bíósins fyrir ráðstefnur og fundi.

Við bjóðum upp á hágæða þjónustu og aðstoðum við skipulagningu, þjónustu, veitingar og veitum persónulega og fagmannlega ráðgjöf.

Miðakaup

Hægt er að kaupa miða í miðasölu Smárabíós, á netinu og í sjálfsölum. Í sjálfsölunum getur þú getur fyrir þér með því að kaupa bæði miða og tilboð af veitingum.