Afbókunarreglur
- Til að hætta við bókun og fá endurgreitt þarf að hafa samband við miðasöluna á midasala@smarabio.is ásamt bókunarnúmeri og símanúmeri með að minnsta kosti 4 tíma fyrirvara.
- Einnig er hægt að hringja í miðasöluna í síma 5640000
- Ekki er hægt að fá miðann endurgreiddann ef styttra en 4 tímar eru í sýningu - þá er í boði að skipta um dag/tíma eða fá boðsmiða.
- Ekki er hægt að fá miðann endurgreiddann né fá boðsmiða eftir að sýning hefst.
- Ekki er hægt að fá miðann endurgreiddann ef viðskiptavinur telur bíómyndina ófullnægjandi.
Almennar reglur og tilmæli
- Samkvæmt lögum um eftirliti með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvileikjum nr. 62/2006 er börnum óheimilt að fara ein, án fylgdar fullorðinna, á bannaðar myndir.
- Starfsfólk Smárabíós hefur rétt á að neita að selja miða ef viðkomandi er undir þeim aldurstakmörkum sem myndin leyfir, sbr. það sem lög segja til um.
- Starfsfólk Smárabíós hefur rétt á að óska eftir skilríkjum þess sem kaupir bíómiða ef myndin er bönnuð innan ákveðins aldurs eða til þess að staðfesta aldur ef um afslátt er að ræða.
- Óheimilt er að fara með ungabörn og ung börn á myndir sem eru bannaðar innan 12 ára og eldri.
- Reykingar og veip er með öllu óheimilt í bíóunum.
- Ekki er hægt að fá gjafabréfum framlengt.
- Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd.
- Ekki er hægt að nota gjafabréf til að greiða upp í tilboð.
- Gjafabréf miðast við almennt miðaverð að hverju sinni.
- Notkun myndavéla eða kvikmyndaupptökuvéla er óheimil.
- Utanaðkomandi veitingar eru óheimilar.
- Óheimilt er að trufla aðra áhorfendur og skemma sýninguna fyrir öðrum t.d. með notkun farsíma.
- Starfsfólk Smárabíós hefur rétt á að vísa þeim á þyr sem hafa truflað sýningar eða brotið reglur kvikmyndahússins án þess að endurgreiða þeim miðann. Við alvarlegustu aðstæður verður málum vísað til lögreglu.
- Smárabíó lætur tölvupóstföng aldrei í hendur þriðja aðila.
- Vefur Smárabíós meðhöndlar engar kortaupplýsingar.
- Allar kortaafgreiðslur fara í gegnum örugga síðu Straums á Íslandi.
Algengar spurningar og svör
Ég fékk ekki miðann minn sendan í tölvupósti
- Endilega kíktu í ruslhólfið þitt! Ef þú finnur ekki miðann þar máttu gjarnan hafa samband.
- Ef þú ert með bókunarnúmer getur þú sett númerið í sjálfsala hjá okkur þegar þú mætir og þá prentast miðinn/miðarnir út. Einnig er hægt að prenta miðann/miðana út í miðasölunni.
Hvernig nota ég gjafabréfið mitt?
- Þú getur notað gjafabréfið þitt á netinu, í Bíóklúbbsappinu eða í sjálfsala hjá okkur!
- Til að nota gjafabréf á netinu velur þú "Strikamerki/Nova 2f1" í fyrsta þrepinu slærð inn númerið á gjafabréfinu og ýtir síðan á "+ bæta við"
- Ef þú ert með fleiri en eitt gjafabréf slærð þú inn númerið á næsta gjafabréfi og ýtir aftur á "+ bæta við"
- Ath. ekki haka við almennan miða - heldur velur þú strax "Strikamerki/Nova 2f1"
Hvernig nota ég Nova 2F1 tilboðið?
- Til að nota Nova 2f1 tilboðið á netinu velur þú "Strikamerki/Nova 2f1" í fyrsta þrepinu, slærð inn Nova kóðann og ýtir síðan á "+"
- Ath. ekki haka við almennan miða - heldur velur þú strax "Strikamerki/Nova 2f1"
- Nova 2F1 tilboðið gildir ekki í Lúxussal.
Hvernig nýti ég öryrkja eða eldri borgara afslátt?
- Hægt er að nýta öryrkja og eldri borgara afsláttinn hjá okkur á staðnum.
- Ekki er hægt að nýta afsláttinn á netinu þar sem það þarf að framvísa skilríkjum á staðnum
- Öryrkja og eldri borgara afsláttur gildir ekki í Lúxussal
Skilmálar barnaafmælis
- Bíósýningar eru almennar sýningar og því almennur sýningartími.
- Foreldrar og forráðamenn bera fulla ábyrgð á börnunum og eru vinsamlegast beðin um að virða aðra gesti bíósins.
- Ráðlagt er að einn foreldri/forráðamaður hafi umsjón með 5-7 börnum, 12 ára og yngri.
- Ekki er heimilt að skilja börnin ein eftir.
- Gestir eru á eigin ábyrgð að koma sér í salinn.
- Einungis er hægt að bóka afmælissvæði þegar bókað er afmæli með pizzum frá okkur.
- Ekki er leyfilegt að mæta með utanaðkomandi veitingar nema bókað sé afmæli með pizzuveislu, þá er leyfilegt að koma með afmælisköku.
- Í Smárabíó eru tekin frá sæti vegna sætavals.
- Greitt er fyrir þá forráðamenn sem sitja sýningu.
- Greitt er við komu fyrir þann fjölda sem staðfestur er, en þó aldrei fyrir færri en 10.
Algengar spurningar og svör um afmæli
Almennt
- Mælt er með því að mæta 5 til 10 mínútum áður en afmælisgestir mæta til þess að hafa tíma til að koma sér fyrir á afmælissvæði og tala við þann starfsmann sem sér um afmælið.
- Öll afmælisbörn fá afmælisgjöf, þótt það séu 2 eða fleiri að halda saman.- Greitt er fyrir þann fjölda sem staðfestur er sólarhring áður, en þó aldrei fyrir færri en 10 manns.
Afmæli með pizzu
- Utanaðkomandi veitingar eru ekki leyfðar fyrir utan afmælisköku.
- Borðbúnaður fylgir með þegar bókað er afmæli með pizzu, borðbúnaðurinn sem fylgir er eftirfarandi: skeiðar, diskar, glös, servíettur.
- Reiknað er með 2 pizzusneiðum á mann.
Lasertagafmæli
- Gott er að hafa nafnalista yfir afmælisgesti meðferðis, það flýtir fyrir skráningu í lasertaginu.
- Lasertagið tekur allt að 24 manns í einu og hver leikur tekur 11 mínútur nema um annað sé samið.
Leikjaafmæli og leikjaviðbót
- Skila þarf öllum leikjakortum til starfsmanns eftir að tíminn rennur út.
- Allar tegundir af leikjakortum virka í öll tækin en aðeins einu sinni í Virtual Rabbits.
- Leikjaafmæli eru einungis í boði á virkum dögum.
Bíóklúbburinn
Skilmálar:
Smárabíó býður viðskiptavinum sínum upp á vildarlausn í formi vildarklúbbs, Bíóklúbburinn. Notandi getur náð í snjallforrit, Bíóklúbbsappið, og/eða skráð sig inn á mínar síður á heimasíðu kvikmyndahúsana. Appið er fáanlegt á Google Play Store og í Apple App Store.
1. Almennt
Smárabíó, kt. 451206-0360, vinnur og meðhöndlar persónuupplýsingar sem við söfnum ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Með því að skrá þig í vildarklúbbinn, Bíóklúbbinn, og staðfesta að þú hafir kynnt þér, skilið og samþykkt neðangreinda skilmála hefur þú undirgengist skilmála Smárabíós. Skilmálar þessir, eins og þeir eru á hverjum tíma, fela í sér samning á milli Smárabíós. og þín sem notanda, samning varðandi noktun vildarklúbbsins „Bíóklúbburinn“. Í skilmálum þessum er líka vísað til Bíóklúbbsins sem „appið“ og/eða „snjallforritið.“ Áður en notandinn gerist meðlimur Bíóklúbbsins skal notandinn kynna sér ítarlega skilmála þessa og er það forsenda þess að aðilinn gerist meðlimur Bíóklúbbsins. Notandi getur óskað eftir afriti af skilmálum þessum frá Þrjúbíó ehf. en einnig er hægt að sjá skilmálana hverju sinni bæði í Bíóklúbbsappinu og á heimasíðu Smárabíós.
2. Notkun Bíóklúbbsins
Það er notendum að kostnaðarlausu að vera meðlimur í Bíóklúbbnum.2.1.
Með Bíóklúbbs appinu getur notandi gerst meðlimur Bíóklúbbsins. Bíóklúbburinn er hefðbundinn vildarklúbbur þar sem notandi safnar inneign við kaup á vörum. Notandi safnar inneign í hvert skipti sem keyptar eru vörur í gegnum vildarklúbbinn. Inneignina má síðan nota sem greiðslu til að kaupa vörur í Smárabíói. Notandi fær 10% endurgreiðslu í formi inneignar við kaup á almennum bíómiðum. Notandi fær 5% endurgreiðslu í formi inneignar við kaup á öllum öðrum vörum kvikmyndahúsana. Ekki er hægt að skipta inneign út fyrir reiðufé.
Notandinn þarf að framvísa strikamerki sínu í afgreiðslunni og sýna starfsmanni sem skannar það inn. Við það skrást viðskiptin og safnar notandinn inneign í formi 10% eða 5% endurgreiðslu. Ekki safnast inneign við kaup á bíómiðum sem eru nú þegar á afslætti (Þriðjudagstilboð, kortatilboð frá bönkunum, Nova tilboð, og fleira) og við kaup á miðum á sérstaka viðburði.
Notendur safna inneign með því að:
- Kaupa miða og veitingar í gegnum Bíóklúbbsappið
- Kaupa miða og veitingar í gegnum heimasíðu smarabio.is og skrá sig inn í vildarklúbbinn áður en kaupin eru kláruð.
- Kaupa miða, veitingar og aðrar vörur í bíóhúsinu.
- Inneignin reiknast í lok hvers dags.
Í appinu getur notandi séð eftirfarandi upplýsingar:
- Staða inneignar á hverjum tíma
- Verðlaun sem notandi á inni á hverjum tíma
- Yfirlit yfir þær myndir sem eru í sýningu í bíóinu á hverjum tíma
- Upplýsingar um hverja mynd fyrir sig ásamt sýningartímum myndarinnar
- Notandi getur séð allar þær bókanir sem hann á eftir að sækja ásamt þeim bókunum sem eru liðnar.
- Nýleg kaupsaga meðlims.
2.1. Nýskráning
Við nýskráningu veitir notandi okkur eftirfarandi upplýsingar:
- Nafn
- Fæðingardag
- Netfang
- Símanúmer
Notandi velur sér lykilorð og verður netfangið notendanafnið.
Til þess að klára ferlið fær notandinn tölvupóst til þess að staðfesta netfangið og þar með er Bíóklúbbs aðgangurinn fullkláraður.
2.2. Persónuverndarstefna
Með því að gerast meðlimur Bíóklúbbsins verða til upplýsingar sem við söfnum. Þessar upplýsingar saman standa af þeim upplýsingum sem taldnar voru upp í gr. 2.1. í skilmálum þessum ásamt þeim kaupum sem notandi gerir í gegnum vildarklúbbinn. Upplýsingar þessar teljast til persónugreinanlegra upplýsinga í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar (“Persónuverndarlög”).
Persónuverndarstefna Smárabíós skal teljast sem hluti af skilmálum Bíóklúbbsins. Með því að samþykkja skilmála þessa er notandi að samþykkja persónuverndarstefnu bíósins og þar með hvernig gögn eru geymd og notuð. Það er á ábyrgð notanda að réttar upplýsingar séu skráðar í appið að hverju sinni og ber notanda að uppfæra upplýsingarnar ef þess er þörf á.
3. Markaðsskilaboð og önnur skilaboð til notanda
Með því að gerast meðlimur Bíóklúbbsins samþykkir notandinn að fá send markaðsskilaboð og önnur viðeigandi skilaboð frá Smárabíó. Smárabíó áskilur sér þann rétt að senda persónusniðin skilaboð, með hliðsjón af kaupsögu neytendans eða á grundvelli upplýsinga sem notandi gaf upp í gr. 2.1. í skilmálum þessum. Skilaboð þessi geta verið dreifð í gegnum tölvupóst, SMS eða sem skilaboð í gegnum appið.
Vilji notandi afskrá sig af póstlista og lista fyrir SMS skilaboð getur hann gert það með því að senda tölvupóst, þar sem hann óskar eftir afskráningu, á netfangið smarabio@smarabio.is
4. Ábyrgð
Öll notkun á Bíóklúbbnum er alfarið á ábyrgð notanda. Ef að þriðji aðili kemst yfir Bíóklúbbsaðgang notanda ber Þrjúbíó ehf. enga ábyrgð verði notandi fyrir tjóni.
5. Höfunda- og hugverkaréttur
Notanda er heimilt að nota upplýsingar úr appinu til persónulegra nota en verður að gera það í samræmi við skilmála þessa.
Dreifing, fjölföldun eða endurútgáfa af hugverkavörðu efni Smárabíós er með öllu óheimil.
6. Lok samnings
Smárabíó áskilur sér þann rétt að hætta með Bíóklúbbinn hvenær sem er án frekari skýringar. Notendum verður gert það viðvart með eðlilegum fyrirvara.
Notanda er heimilt að hætta að vera meðlimur Bíóklúbbsins hvenær sem er og getur notandinn eytt snjallforritinu úr símanum sínum.
Ef notandi hefur gerst sekur við að brjóta skilmála þessa, áskilur Þrjúbíó ehf. sér þann rétt að loka á meðliminn.
Þegar notanda eyðir aðgangi sýnum eyðist uppsöfnuð inneign. Ef Smárabíó eyðir appinu eyðist inneignin.
7. Breytingar
Ef þörf er á breytingum eða uppfærslum á appinu þá áskilur Smárabíó sér réttinn til þess, ásamt því að uppfæra skilmála þessa. Nýjustu skilmálarnir verða ávallt aðgengilegir inn á heimasíðu Smárabíós.
8. Lögsaga og varnarþing
Um skilmála þessa og Bíóklúbbs appið gilda íslensk lög. Komi upp ágreiningur á milli notanda og Smárabíó vegna Bíóklúbbsins skal reyna að leysa málið með farsælum hætti. Hinsvegar, ef það tekst ekki skal leggja málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
9. Gildistími
Skilmálar þessir eru gefnir út af Smárabíó og gilda frá og með 11. nóvember 2019, þar til nýir skilmálar taka gildi.
Þessi persónuverndarstefna tók gildi 11. júlí 2018
Smárabíó er umhugað um persónuvernd og öryggi þeirra gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Við virðum þinn rétt til einkalífs og gætum að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði gildandi laga.
Í persónuverndarstefnu okkar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er meðhöndlað. Okkar markmið er að viðskiptavinir, starfsmenn og aðrir séu ávallt upplýstir um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga af fyrirtækinu.
Við miðakaup á heimasíðu okkar söfnum við eftirfarandi persónuupplýsingum:
- Nafn
- Netfang
- Símanúmer
- Svar frá greiðslugátt
- Upplýsingar um kaup
*Athugið að svar frá greiðslugátt inniheldur ekki upplýsingar sem hægt er að nota til að framkvæma nýja greiðslu.
Þessar upplýsingar eru gerðar ópersónugreinanlegar eftir 30 daga. Einnig kunna að safnast myndbandsupptökur af þér í öryggismyndavélakerfi bíósins. Tilgangur kerfisins er öryggis- og eignavarsla, til þess að gæta hagsmuna viðskiptavina, starfsmanna eða bíóanna.
Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað við vörukaup í miðasölu, veitingasölu eða sjálfsölum bíósins.
Þegar þú heimsækir heimasíðu okkar kunna upplýsingar eins og IP-tala eða annað auðkenni tölvunnar, stýrikerfi og netvafri, hvaða vefsíður voru skoðaðar, tímasetningar o.þ.h. Engin persónugreinanleg gögn koma þar við sögu. Við notum vefkökur til að fá dýpri skilning í upplifun notenda á síðunni. Flestir vafrar leyfa vefkökur en þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann neiti að taka á móti kökum eða spyrja þig í hvert sinn sem vefkökur bjóðast hvort þú viljir taka við þeim.
Ef haft er samband við bíóin í gegnum síma, tölvupóst eða til þess gert form á smarabio.is kunnum við að geyma upplýsingar sem þar koma fram, í allt að 30 daga eftir að þjónusta hafi verið veitt (t.d. fullnægjandi svar hafi verið sent eða afmælissýning hefur verið sýnd), nema önnur lög koma í veg fyrir að þeim gögnum sé eytt eða breytt (t.d. lög um bókhald).
Með því að skrá þig á póstlista hjá okkur samþykkir þú að fá sendar tilkynningar og aðrar upplýsingar um viðburði á okkar vegum. Með því að skrá þig samþykkir þú skilmálana okkar og persónuverndarstefnu.
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og áskilur Smárabíó sér þann rétt að breyta henni hvenær sem er og án fyrirvara. Ný útgáfa skal vera auðkennd með útgáfudegi.
Allar fyrirspurnir er varða persónuvernd skal senda á netfangið smarabio@smarabio.is.