VR Flóttaleikir

Ertu til í spennandi áskorun?

Smárabíó býður uppá Escape í sýndarveruleika. Í samvinnu við Ubisoft. Flóttaleikirnir frá Ubisoft eru svo miklu meira en tölvuleikir. Þeir eru í raun stórbrotin ævintýri sem þau upplifa í fullkomnum sýndarveruleika. Upplifunin er eins og að vera staddur í öðrum heimi þar sem þú ert hetjan og þarft að fara í gegnum aðstæður sem væru alltof hættulegar eða hreinlega ómögulegar í okkar raunverulega lífi.

Um flóttaleikina

Ertu tilbúin að taka þátt í flóttaleik í sýndarveruleika? “Escape The Lost Pyramid” og “Beyond Medusa’s Gate” eru flóttaleikir sem fara fram í fullkomnum sýndarveruleika í heimi Assassin’s Creed. Í þessum leikjum geta 2 eða 4 spilarar vinna saman og hafa 60 mínútur til að rata útúr Nebka píramídanum eða finna hið týnda skip Argonautanna. Leikmenn munu upplifa stórbrotið ævintýri. Ævintýri sem væri alltof hættulegt eða nánast ómögulegt að framkvæma í raunveruleikanum.


Escape the Lost Pyramid

Árið 1928 leiddi Sir Beldon Frye leiðangur, en leiðangursmennirnir hurfu einhverstaðar á Sínaí-skaganum. Leiðangurinn samanstóð af fjórum leiðangursmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, en þeir voru að leita að týnda píramídanum Nebka og fjársjóði sem hann hefur að geyma. Leiðangursmennirnir sáust alrei aftur. Nú þarf þitt teymi að setja sig í spor leiðangursmannanna með því að endurskapa minningar þeirra. Markmiðið er að finna út hvað gerðist og það sem mikilvægara er, að finna fjársjóðinn 


Beyond Medusa’s Gate

Árið er 445 fyrir Krist í Grikklandi. Tími þar sem fágaðir heimsspekingar gengu um, guðirnir voru miskunarlausir og allskyns spádómar sögðu til um líf manna. Einhversstaðar á Pelópsskaga í risastórum helli hefur fjársjóður verið falinn. Fjársjóðurinn gæti verið hið goðsagnakennda skip argonautanna. Með því að nota Animus herminn og gagnbanka sem inniheldur fornar minningar, sendum við leikmenn til Grikklands til forna. Markmiðið er að finna skipið, það er að segja ef það er þá til…


Spurt og svarað

Mér líður illa í VR. Er þetta fyrir mig ?

Engar áhyggjur! Flóttaleikirnir frá Ubisoft eru gerðir sérstaklega til að minnka líkurnar á “sjóveiki”. Þessi tilfinning kemur yfir leikmenn þegar leikir eru illa hannaðir og hefur Ubisoft passað vel uppá þetta. Minna en 1% leikmenna upplifa “sjóveikis” tilfinningu í flóttaleikjunum.

Ég spila ekki tölvuleikir, er þetta fyrir mig? Ég spila ekki tölvuleikir, er þetta fyrir mig?

Já, 100%! Þetta er ekki tölvuleikur. Þetta er einstök upplifun sem er hönnuð fyrir alla frá 12 til 82 ára. Eina sem til þarf er að geta talað, hlustað, gengið um og tekið upp hluti. Upplifanirnar sem við bjóðum uppá innihalda ekkert ofbeldi og einblína á samvinnu á milli leikmanna. Hentar vel fyrir fjölskyldur! Fullkomið fyrir fyrirtæki.

Hentar þessi upplifun sem hópefli? 

Upplifunin er gerð frá grunni fyrir hópa! Þú getur ekki sloppið út ein/n! Þið þurfið að vinna saman og allir hafa sitt hlutverk. Lykillinn að árangri er að tala, hlusta og vinna saman. Og svo auðvitað gott “High Five” í lokin!

Ég er lofthrædd/ur, er þetta fyrir mig? Ég er lofthrædd/ur, er þetta fyrir mig?

Fæturnir þínir munu alltaf snerta gólfið og þú ert 100% örugg/ur, en heilinn í þér gæti verið á annarri skoðun 😊 Upplifanirnar okkar geta verið áskorun fyrir fólk sem er mjög lofthrætt! Á sama tíma veita þær manni einstaka sigurtilfinningu þegar verkefnin eru leyst!

Verð: 3990kr á manninn.

Fyrir almennar fyrirspurnir er hægt að senda okkur línu á pantanir@smarabio.is