Smárabíó og Borgarbíó eru opin en Háskólabíó er lokað tímabundið.


Kæru gestir, 
Smárabíó og Borgarbíó munu opna á ný þann 4. maí eftir að tilslakanir á samkomubanni taka gildi. Tryggt verður að gestir hafa möguleika á 2 metrum á milli sæta og aldrei verða fleiri en 50 manns í hverjum sal.
Starfsfólk Smárabíós hefur nýtt tímann til að tryggja að upplifun bíógesta verði sem best í nýju umhverfi. Smárabíó á þá sérstöðu að geta boðið upp á snertilausa þjónustu, allt frá miðakaupum að veitingum. Mikil áhersla er lögð á þrif og sótthreinsun og boðið verður upp á hanska fyrir þau sem óska þess.

Háskólabíó mun vera lokað áfram um óákveðin tíma eins og er.

Velferð starfsfólks og viðskiptavina okkar eru forgangsatriði og því var þessi ákvörðun tekin.
Við hlökkum mikið til að geta tekið á móti ykkur aftur sem fyrst og skemmt ykkur með bíómyndum, nýjustu VR tækninni, lasertag og fleira skemmtilegt.

Við óskum ykkur góðrar heilsu og endilega pössum upp á hvort annað.
Með kærri kveðju,
Smárabíó og Háskólabíó