Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó loka tímabundið


Kæru gestir, 
Í ljósi samkomubanns mun Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó loka um óákveðin tíma frá og með 23. mars á meðan samkomubannið er í gildi. 
Velferð starfsfólks og viðskiptavina okkar eru forgangsatriði og því var þessi ákvörðun tekin.
Við hlökkum mikið til að geta tekið á móti ykkur aftur sem fyrst og skemmt ykkur með bíómyndum, nýjustu VR tækninni, lasertag og fleira skemmtilegt.

Við óskum ykkur góðrar heilsu og endilega pössum upp á hvort annað.
Með kærri kveðju,
Smárabíó og Háskólabíó