Skemmtisvæði (gamla)

Nýjasta viðbótin okkar er glæsilegt skemmtisvæði sem staðsett er á þriðju hæð Smáralindar, á móti inngangi bíósins, þar sem við bjóðum upp á leikjatækjasal, lasertag, VR, rafíþróttasvæði, karaoke og frábæra setustofu sem er tilvalin fyrir hópa af öllu stærðum og gerðum! Stórskemmtileg afþreying fyrir alla og fullkomið á undan bíómyndinni! Hægt er að kaupa 30mín eða 60mín kort í leiktækjasal sem gilda í öll leiktækin.

Opið er alla virka daga frá 14:30-23:00 og á laugardögum og sunnudögum frá 12:30-23:00.


Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um hópatilboðin okkar:

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um afmælistilboðin okkar:

„Fórum á afþreyingasvæði Smárabíós eftir vel heppnaðan þrifdag á skrifstofunni. Upplifðum fjölbreytta skemmtun með lasertag, leiktækjum og karaoke. Stemningin var góð og aðstaðan til fyrirmyndar.“ 
- Örn Ægir Barkarson, Sölustjóri hjá Elko.
„Stórskemmtileg leið til þess að hafa gaman með starfsfólkinu, fara út fyrir þægindaramman og þétta hópinn. Margir sögðu að þau væru að upplifa æskudrauminn sinn að fá að vera ótakmarkað í leikjasalnum og prufa öll tækin. Allir brosandi og hlæjandi með keppnisskapið í fimmta gír. Karaoke herbergið var tær snilld!“ 
- Anna Karen Ellertsdóttir, Verkefnastjóri og framleiðandi hjá Kiwi.