Námskeið

Fortnite námskeið í Smárabió

Smárabíó, Rafíþróttasamtök Íslands og Íslandsbanka kynna helgarnámskeið í Fortnite dagana 


13.mars – 15.mars (12 ára)

20.mars – 22.mars (13 ára og eldri)

27.mars – 29.mars (13 ára og eldri)Hvert námskeið er 3 dagar og viðskiptavinir Íslandsbanka frá 15% afslátt af námskeiðsgjaldinu.

Námskeiðið er haldið á glænýju rafíþróttasvæði Smárabíós og verður kennt á PlayStation 4 tölvum. Á námskeiðinu er farið yfir hvað eru rafíþróttir, líkamlegar æfingar sem hjálpa til að við að halda sér í leikformi, leikaðferðir sem gera leikmenn betri í Fortnite, upphitanir og hvað maður þarf að gera til að ná betri árangri í rafíþróttum. Markmiðið er að gera þátttakendur betur í stakk búna til að umgangast tölvuleiki, efla hæfni sína í rafíþróttum almennt og fá skilning á hvað þarf til svo maður geti viðhaldið árangri.

Að loknu námskeiðinu fá þátttakendur viðurkenningarskjal, heimaverkefni fyrir næstu vikur og útskriftarveislu með veitingum og lasertag keppni.

Námskeiðið kostar 16.900.- kr pr. þátttakanda – Skráning á namskeid@smarabio.is

Námskeiðið miðar að því að þeir sem það sækja læri hvað rafíþróttir séu. Þar með talið er mikilvægi þess að umgangast tæknina rétt, hvernig skal spila og eiga samskipti sem lið, mikilvægi líkamlegs og andlegs hreystis og hvernig má æfa sig til að ná sem mestum framförum sem fljótast. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa gaman af Fortnite og vilja bæta sig. Þjálfari námskeiðisins er Búi Fannar Ívarsson en hann er einn fremsti Fortnite spilari landsins og rafíþróttaþjálfari hjá Ármann esports. Búi hefur keppt í fjölmörgum Fortnite mótum og lenti m.a. í öðru sæti á Reykjavik International Games 2019.

Ekki þarf að taka neitt með sér á námskeiðið en búist er við því að iðkendur mæti í íþróttafötum á æfingar. Iðkendur mega mæta með sinn eigin búnað (fjarstýring og heyrnartól) ef iðkandinn kýs að notaþað framyfir búnaðinn sem er á staðnum. Smárabíó er með allt sem þarf til að taka þátt í námskeiðinu.

Hvert á að mæta:
Iðkendur mæta í rafíþróttaboxið fyrir utan sal 5 í Smárabíó þar sem þjálfari tekur á móti þeim.

Hvernig er dagskráin:
• Föstudagur:
o Hvað eru rafíþróttir?
o Mikilvægi upphitunar innan og utan leiksins.
o Skilvirk Samskipti
o Spil
• Laugardagur
o Building & Editing
o Building & Editing æfingar
o Spil
• Sunnudagur
o Hvernig spilast keppnisleikur?
o Hópaverkefni
o Spil
o Lokahóf (Laser tag, pizzur og fleira)

Á að taka nesti?
:Það er ekki skylda að taka nesti, en það er leyfilegt að taka nesti og borða í pásum á námskeiðinu. Nestið skal þó vera í hollari kantinum og er bannað að vera með sælgæti, snakk eða gos á æfingum.

Hvert á að sækja:
Foreldrar geta sótt börnin sín í rafíþróttaboxið fyrir utan sal 5 í Smárabíó.

Greiðsla fyrir námskeiðið á sér stað þegar iðkandi mætir. Það er hægt að kaupa gjafabréf fyrirfram sem iðkandi framvísar þegar hann mætir.Smárabíó býður upp á sumarnámskeið í annað sinn sumarið 2020!


Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir krakka sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun með þéttri dagskrá. Skipulögð dagskrá er alla dagana en smá munur er á námskeiðum milli vikna. Þátttakendur munu fá að prufa leiktækjasal, VR, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, 1x bíóferðir, blöðrugerð ((grænt námskeið), Rusgarðinn (Gult námskeið), Útilasertag (ef veður leifir) andlitsmálningu og margt fleira.

Þátttakendur mæta á afþreyingarsvæði Smárabíós og eiga að vera sótt þangað í lok dags. Þátttakendur koma sjálfir með nesti en fá popp og svala frá bíóinu þegar hópurinn fer í bíó saman. Eins er boðið upp á pizzaveislu síðasta dag hvers námskeiðis og ekki þarf að taka með sér nesti þann dag. Við mælum með að börnin taki með sér hollt og gott nesti og vatnsbrúsa.

Námskeiðið er frá 12:30 til 16:00 í Smárabíói frá mánudegi til föstudags og er tilvalið fyrir börn á aldrinu 6 til 10 ára.
Starfsfólk er mætt kl. 12:00 og er á staðnum til 16:30.


Tímasetningar sem eru í boði eru:

Námskeið 1. 8 til 12 júní - Grænt námkskeið
Námskeið 2. 15 til 19 júní (ATH ekki námskeið 17 júní. Verð 15.000) - Gult námskeið
Námskeið 3. 22 til 26 júní. - Grænt námkskeið
Námskeið 4. 29. júní til 3 júlí.- Gult námskeið
Námskeið 5. 6 til 10 júlí. - Grænt námkskeið
Námskeið 6. 13 til 17 júlí. - Gult námkskeið
Námskeið 7. 20 til 24 júlí. - Grænt námskeið
Námskeið 8. 27 til 31 júlí.- Gult námkskeið
Námskeið 9. 4 til 7 ágúst (ATH ekki námkskeið 3 ágúst. Verð 15.000) - Grænt námskeið
Námskeið 10. 10 til 14 ágúst. - Gult námkskeið
Námskeið 11. 17 til 21 ágúst. - Grænt námskeið

*Takmarkað pláss í boði

Fjóri starfsmenn munu sjá um námskeiðið. 

Til að skrá barn á námskeiðið þarf að senda póst á namskeid@smarabio.is.
Tekið skal fram eftirfarandi atriði við skráningu:
Nafn barns
Aldur
Heimilisfang
Nafn og sími foreldra/forráðamanna
Annað númer foreldra/forráðamanna ef ekki næst í fyrra númer
Tími námskeiðis
Annað sem þarf að koma á framfæri? (ofnæmi, greiningar...)
Áhugamál barns

Verð
- 20.000 kr á hvert barn.
- Systikinafasláttur er 15% fyrir annað barnið.
- Þátttökugjald er greitt áður en námskeið hefst.
- Innifalið í verði: afþreying, pizza, popp og svali.

Skilmálar
- Ekki er hægt að skrá börn á námskeiðið í gegnum síma. Starfsfólk skrifstofu geta þó leiðbeint símleiðis í síma 564-0000 ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.
- Ef það þarf að afskrá barn þarf afskráning að berast á namskeid@smarabio.is ekki síður en 5 virkum dögum áður en námskeiðið hefst. Berist afskráningin of seint eða ekki er látið vita, áskilur Smárabíó sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu, eða eiga námskeiðsgjaldið inni, fyrir öðru námskeiði sama ár.
- Ef öll pláss fyllast er tekið við umsóknum á biðlista. Látið verður vita með viku fyrirvara hvort það losni.
- Smárabíó áskilur sér rétt til notkunar á myndum af þátttakendum í starfi og viðburðum á meðan námskeiðinu stendur. Öll nærgætni og varúð við myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur presónuverndar.