Lasertagafmæli


Smárabíó býður uppá eitt fullkomnasta lasertag í heiminum í dag í samvinnu við Lasermaxx. Leikurinn fer fram inní spennandi lasertag sal þar sem geislarnir úr byssunum sjást greinilega, en salurinn er á tveimur hæðum og býður uppá mikla fjölbreytni. Inní salnum er myndavél þar sem keppendur geta tekið „selfie“ mynd og svo fá allir fullkomið stigaspjald útprentað að leik loknum.

ATH. Ef bókað er fyrir 21 manns eða fleiri þá bætist við 190kr við manninn því þá fá afmælisgestir og afmælisbörn úthlutað leikjakort til að nota á meðan þeir bíða eftir lasertag leik.

Allt að 20 geta spilað lasertag í einu og bjóðum við uppá fjölmarga fjölbreytta leiki. Ef hópurinn er stærri en 20 manns skiptum við uppí riðla þannig að allir fái að spila. ATH: Mælum ekki með Lasertag fyrir flogaveika.

Hver leikur í Lasertag í Smárabíó er 12 mínútur.

Innifalið í lasertag afmæli:
* 2 lasertag leikir (hver leikur er 12 mín)
* 2 pizzusneiðar og gos/safi á mann
* Afmælisgjöf handa afmælisbarni


Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan til að panta lasertagafmæli: