Barnagæsla

Í barnagæslunni er skemmtileg fimm hæða klifurgrind með rennibrautum og þrautum, boltaland og hægt er að leika með Lego, spil, fá andlitsmálningu og margt fleira. Tilvalið að leyfa börnunum að njóta sín í skemmtilegu umhverfi á meðan fullorðnir versla.

Barnagæsla Smáralindar er staðsett hjá Smárabíó, á 2. hæð við hliðin á O'Learys.

Opnunartími
Mánudaga til föstudaga kl 15-19
Laugardag kl 12-18
Sunnudag kl 13-18

Verðskrá
1 klst: 1250 kr.
1,5 klst: 1600 kr.
2 klst: 2000 kr.

Skilmálar
- Aldurstakmark 4 – 12 ára í leikgrindina.
- Óheimilt að fara með mat og drykk í Barnaland.
- Ef fullorðnir eru í fylgd með barni sem er undir 4 ára er því heimilt að vera með barninu í leikgrindinni. 
- Öll börn þurfa að vera skráð hjá starfsmanni.  
- Tilkynna skal starfsmönnum um ofnæmi eða önnur heilsufarsatriði og/eða skerta félagsfærni sem getur stofnað barninu og öðrum börnum í hættu.  
- Skilja skal yfirhafnir og skó eftir á þar til gerðu svæði. Engin ábyrgð er tekin á verðmætum.  
- Allir eiga að vera í sokkum.  
- Það er með öllu óheimilt að klifra utan á frumskógarhúsunum.  
- Óheimilt er að taka leikföng inn á svæðið.  
- Starfsmanni er heimilt að vísa börnum út sem haga sér ósæmilega eða á einhvern hátt fylgja ekki settum reglum. Haft er þá samband við forráðamenn og barnið sótt.  
- Foreldrar/forráðamenn barna sem eru í vörslu starfsfólks Smáralands verða að vera innan Smáralindar meðan dvöl barna stendur yfir, svo hægt sé að ná í þá með stuttum fyrirvara.  
- Foreldrar/forráðamenn verða að vera mættir á réttum tíma til að sækja börnin. Ef viðkomandi er 15 mínútum seinn eða meira þarf að greiða fyrir auka hálftíma.    
- Ekki er tekin ábyrgð á börnum sem eru í fylgd með fullorðnum.